Ríkisstyrkur eða ekki?

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra telur að ekki hafi verið um ríkisstyrk að ræða.
VBS færði hins vegar milljónatugi til tekna í ársreikningi sínum þegar við móttöku lánsins.
Þar á  bæ vita menn að það að fá lán með mun lægri vöxtum en markaðsvöxtum jafngildir því að lánveitandi greiðir árlega í vasa lántaka fjárhæð sem nemur þessum vaxtamun.
Þeir sem reyna að halda því fram að ekki  sé um styrk að ræða ættu kannski að fara á fjármálanámskeið hjá þeim sem þáðu styrkinn.


mbl.is „Ekki ríkisstyrkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjum stjórnarmönnum óskað heilla

Ástæða er til þess að óska félögum í Lífeyrissjóði VR til hamingju með nýja stjórnarmenn. Tilnefning VR á Ragnari Önundarsyni sem formanni sjóðsins ber vott skynsemi og þess að framvegis verði fyrst og fremst hugsað um langtíma hagsmuni sjóðsfélaga en fjármunum þeirra ekki hætt í vafasömum viðskiptum.
Nú er bara að bíða og sjá hvort að núverandi stjórnarmenn reyni að fá þessari skipan hnekkt. Þeir ættu hins vegar allir sem einn að sjá sóma sinn í því að segja af sér í kjölfar afkomu sjóðsins á síðasta ári.


mbl.is Nýir fulltrúar VR valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband